AFHVERJU SÓLARVÖRN?

AFHVERJU SÓLARVÖRN?

Posted by Margret Lea Bachmann Haraldsdottir on

Allir dagar eru sólardagar sama hvernig veðrar (☁️🌦️☃️☀️☔️), svo lengi sem að sólin er uppi eru UVB & UVA geislar að skína á þig og skaða húðina! 

90% af ótímabærri öldrun húðar (öldrunarblettir og hrukkur) eru af völdum sólarinnar, sama hvort þú brennur eða ekki 🥺‼️

UVA geislarnir eru þeir sem valda ótímabærri öldrun húðar og komast í gegnum glugga og gler 😩 Þessir geislar eru að skaða innsta lag húðar og mynda öldrunarbletti og hrukkur 🚨🚨 (PS. Ljósabekkir eru bara UVA geislar 🤯)

UVB geislarnir eru þeir sem brenna húðina og geta myndað húðkrabbamein 🔥🥵🧬

Hvað er sólarvörnin að gera fyrir okkur? Hún til dæmis verndar húðina gegn…

✨Ótímabærri öldrun (öldrunarblettir og hrukkur)

✨Húðkrabbameini (frumubreytingum)

✨Getur aðstoðað við sýnileika bólu öra eða komið í veg fyrir að húðin myndi ör

✨Versnandi húðsjúkdómum eins og sólarexem og rósroða sem dæmi

 

Bara góð áminning að gera sitt besta og passa upp á sólarvörnina ❤️❤️❤️ stay sun safe 😎