BIOTHERM
Biotherm notar sérfræðiþekkingu og lífvísindi til að leggja áherslu á hreinar, áhrifaríkar, niðurbrjótanlegar formúlur með þægilegum áferðum og góðum ilmum.
BIOTHERM
Biotherm notar sérfræðiþekkingu og lífvísindi til að leggja áherslu á hreinar, áhrifaríkar, niðurbrjótanlegar formúlur með þægilegum áferðum og góðum ilmum.
um Biotherm
Biotherm, brautryðjandi í húðumhirðu síðan 1952, nýtir krafta náttúrulegra innihaldsefna til að ná einstökum árangri. Biotherm notar sérfræðiþekkingu og lífvísindi til að leggja áherslu á hreinar, áhrifaríkar, niðurbrjótanlegar formúlur með þægilegum áferðum og góðum ilmum. Fjölbreytileiki vatnsuppspretta jarðar býður upp á ótal rannsóknartækifæri til þess að finna þörunga, örverur og svif sem hafa eiginleika sem hægt er að nýta í húðvörur. Biotherm heldur áfram að rannsaka þessi innihaldsefni og nýta virkni þeirra í vörur sínar til að gefa raka, endurnýja húðina og vinna á öldrunareinkennum.
Í Biotherm eru húðvörur fyrir allar húðgerðir og ættu flest að geta fundið vörur sem henta þeirra þörfum og lífsstíl.
Aðal vörulínurnar eru Life Plankton™, Aquasource, Blue Therapy, Lait Corporel, Force Supreme herra, Aquapower herra og Waterlover sólarvörur.
Markmið Biotherm er að bjóða virkar, öruggar, umhverfisvænar og sjálfbærar vörur í umhverfisvænum pakkningum. Allar umbúðir eru úr endurunnu efni og endurvinnanlegar að því marki sem hægt er og ekkert sellófan. Biotherm vinnur að og styrkir verndun sjávar og sjávarlífs i samvinnu við ýmsar stofnanir.