um valentino

Valentino tískuhúsið var stofnað árið 1959 í Rómarborg af Valentino Garavani. Valentino varð fljótt einn af eftirsóttustu hönnuðum heims en hann klæddi meðal annars Jackie O sem kom honum á kortið. Í dag er Valentino vörumerki stórstjarna og áhrifavalda. 


Born in Roma ilmlínan hefur slegið rækilega í gegn og er vinsælasta ilmlínan frá Valentino. Róm er innblástur ilmanna sem fanga anda Rómarborgar og hvetja fólk á sama tíma til að fara sínar eigin leiðir. Tímalaus þokki fortíðar og á sama tíma djörf uppreisn nútímans endurspeglast í ilmunum.