Skilmálar og Skilyrði – SHAY EHF 🛍️
Þessi vefsíða er rekinn af Shay ehf (kt. 620621-1960). Með því að versla á vefsíðu okkar samþykkir þú þessa skilmála og persónuverndarstefnu. Allar upplýsingar sem þú þarft, ættu að finnast hér fyrir neðan, einnig getur þú alltaf haft samband við okkur á shay@shayverslun.is. 🌟
Upplýsingar um seljanda:
Shay ehf, kt. 620621-1960, Búarstræti 4, 800 selfoss.
Virðisaukaskattsnúmer: 141714
1. Almennar upplýsingar
Verslunin er staðsett í Miðbæ Selfoss, þar sem þú finnur yfir 40 mismunandi snyrtivörumerki, ásamt fallegum fylgihlutum og vörum frá okkur. Shay ehf áskilur sér þann rétt að hætta við pantanir ef þörf er á, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða ef vara skyldi ekki vera til. Einnig áskiljum við okkur þann rétt að breyta skilmálum okkar hvenær sem er og ef við á.
Gott er að hafa í huga að lesa alltaf til öryggis á pakkningarnar ef prentvillur og/eða myndbrengl skyldi hafa átt sér stað í vöruskráningu á vefsíðunni okkar. Endilega hafðu samband ef þú sérð villu og við lögum eins fljótt og hægt er.
2. Verð og greiðslur 💳
Verð er það sem birtist á síðunni þegar pöntun er framkvæmd, öll verðin í verslun og vefverslun okkar eru í ISK og með virðisaukaskatti. Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Einnig áskiljum við okkur þann rétt að hætta við pöntun ef villa skildi hafa komið upp á verði eða skráningu á vöru/m. Sendingarkostnaður bætist við pöntunina í greiðsluferlinu, eftir verðskrá sendingar fyrirtækjanna.
Við tökum við greiðslum með Apple Pay/Google Pay, kreditkorti, debetkorti og millifærslu. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslugátt Saltpay( Teya). Sé millifærsla valin, skal kaupandi leggja inn á shay ehf innan 3 tíma frá pöntun (sjá upplýsingar fyrir neðan), ef greiðsla hefur ekki borist innan 3 tíma fer varan/vörurnar aftur í sölu. Ef þú vilt breyta greiðslumáta getur þú haft samband við okkur fyrir frekari upplýsingar. 💸
Millifærslu upplýsingar Shay efh:
Reikningsnúmer: 0586-26-620621
Kennitala: 620621-1960
Afsláttarkóðar og/eða tilboð gilda aldrei á öðrum tilboðum, útsöluvörum eða af gjafakortum, nema annað sé tekið fram. Ef svo kæmi upp að fleiri en eitt tilboð sé notað við sömu pöntun, getum við hætt við pöntun og endurgreitt kaupanda eða haft samband og fundið lausn.
ATH. Kaupandi ber ábyrgð á að gefa upp réttar upplýsingar eins og heimilisfang og afhendingarmáta.
3. Pantanir & afhending 🚚
Við leggjum okkur fram við að afgreiða pantanir eins fljótt og hægt er. Sendingarkostnaður er mismunandi eftir stærð og þyngd pakkans ásamt sendingarleið, verðið bætist við í greiðsluferlinu. Við bjóðum upp á sendingu um allt land með Dropp og Íslandspósti. Sjá afhendingar upplýsingar frá Dropp og Íslandspósti fyrir neðan. (ATH við byrjum með Dropp og bætum við íslandspósti sem fyrst).
Hérna eru afhendinngarleiðirnar sem hægt er að velja á milli:
SHAY:
- Sækja á Brúarstræti 4, Shay Verslun - FRÍTT (0-1 virkir dagar)
- Hafa staðfestingu meðferðis
- Færð staðfestingu Þegar tilbúið að sækja
- Hægt að sækja samdægurs eða næsta virka dag eftir greiðslu.
Dropp:
- Afhendingarstaðir Dropps: 790 - 990 kr (1-2 virkir dagar)
- Heimkeyrsla Dropps: 1350-1450 kr (1-3 virkir dagar)
- Álags tímar getur haft áhrif eins og jól, nóvember dagarnir og aðrir frídagar
Íslandspóstur:
- Heimkeyrsla (1-3 virkir dagar)
- Pósthús eða Póstbox (1-3 virkir dagar)
- Búast má við lengri tíma ef sent er á dreifðari svæði eins og landsbyggðina
- Álags tímar getur haft áhrif eins og jól, nóvember dagarnir og frídagar
Við sendum allar pantanir innan 1-2 virka daga frá því að greiðsla hefur verið staðfest. Minnum þó á að sendingartími getur verið mismunandi eftir staðsetningu eða vegna öðrum óútreiknanlegum aðstæðum. Við uppfærum þig ef breytingar eiga sér stað hjá okkur í SHAY. 📦
Þegar pöntunum er dreift af Íslandspósti og Dropp gilda Þeirra afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar um afhendingu vörunnar. Shay ehf ber ekki ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða í flutningi.
4. Skil og endurgreiðslur
Skilafrestur á netinu er 14 dagar frá móttöku vörunnar (netkaup – skv. lögum nr. 16/2016). Ekki er hægt að skipta eða skila vöru án kvittunar eða skiptimiða (ef endurgreiðsla á við er kvittun nauðsynleg).
Ef vöruskil eiga sér stað er nauðsynlegt að varan sé í upprunalegu standi, og ef varan er með innsigli, er ekki leyfilegt að skila ef búið er að rjúfa innsiglið. Einnig má ekki vera búið að opna, nota eða skemma vöruna. Ekki er hægt að skila vörum eins og varalitum, glossum, möskurum, naglavörum og eyrnalokkum (sem er ekki innsiglað eða hægt að sanna að hafi ekki verið opnaðar) vegna hreinlætisreglna.💄🚫 Einnig er ekki hægt að skila eða skipta útsöluvörum, tilboðs gjafasettum og SHAY gjafakortum.
Annars fara vöruskil fram í Shay Verslun á Selfossi. Ef varan var pöntuð með sendingu, er hægt að skila með því að senda vöruna til baka á:
Shay ehf.
Brúarstræti 4.
800 Selfoss
Við endurgreiðum kaupverðið innan 14 daga frá móttöku skilavöru í Shay. ✅ Kaupandi ber ábyrgð á öllum sendingarkostnaði, ef skil eða skipti eiga sér stað. Ef þú óskar eftir skilum á vöru hafðu samband við okkur til að fá nánari upplýsingar um ferlið. 💌
❗ Gallaðar vörur & ábyrgð
Ef þú hefur fengið ranga vöru eða vöru með galla, hafðu samband og við munum aðstoða þig eins fljótt og hægt er. Við leysum málið samkvæmt lögum um neytendakaup nr. 48/2003; sem er ný vara, viðgerð eða endurgreiðsla eftir því sem best á við að hverju sinni.
Við ábyrgjumst ekki ef skemmdir eiga sér stað í flutningi; sjá meira í pantanir og afhendingar.
5. Gjafakort & Inneign
Gjafabréf sem eru keypt í vefversluninni eru ekki háð afslætti eða kynningum. Það er ekki hægt að nýta afsláttarkóða eða afsláttartilboð á gjafakortum á netinu eða í verslun. Gjafakortum fæst einnig ekki skilað né endurgreitt. Endingartíminn á gjafakortunum okkar eru 3 ár frá kaupdegi. Það skiptir máli að týna eða glata ekki kortinu Þar sem við Þurfum að nota kortið við afgreiðslu.
Eins og staðan er núna, er ekki hægt að nota gjafakort úr verslun og gjafakort af netverslun á báðum stöðum. Semsagt ef verslað í versluninni er ekki hægt að nýta sér kortið á netinu og öfugt. Við erum enn að finna lausn við Þessum óÞægindum.
Það sama á við um inneignarnótur. Gildir í 3 ár, ekki hægt að fá Þau endurgreidd og eru aðskilin á netinu og í verslun. Gilda ekki á sama stað Þangað til við finnum aðra lausn.
6. Neytendavernd og réttindi
Við fylgjum íslenskum lögum um neytendavernd og tryggjum að réttindi neytenda séu virt í samræmi við lögin um fjármálaþjónustu og kaup á vöru á netinu. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi réttindi þín, getur þú haft samband við okkur eða skoðað upplýsingar hjá Neytendastofu.
7. Persónuvernd
Við virðum persónuvernd viðskiptavina okkar og tryggjum að allar upplýsingar sem þú gefur upp í pöntunarferlinu séu meðhöndlaðar í samræmi við gildandi persónuverndarlög. Persónuupplýsingar sem þú veitir eru aðeins notaðar til að framkvæma og fullnægja pöntunum og afhendingu, bjóða upp á viðeigandi þjónustu og markaðssetningu, ásamt Því að uppfylla lagalegar skyldur. Við pöntun samÞykkir kaupandinn að Þessar upplýsingar fari í viðskiptagrunn okkar (sjá fyrir neðan).
Við söfnum eftirfarandi upplýsingum:
- Nafn
- Tengiliðaupplýsingar (netfang, símanúmer, heimilisfang)
- Pöntun og greiðsluupplýsingar
- Vörur sem þú hefur skoðað eða pantað
- Sjá leiðir og stillingar á síðunni okkar (eins og óskalistinn)
- Greina umferð um vefin og vörur
Réttur til Aðgengis og Breytinga á Persónuupplýsingum.
Þú átt rétt á að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar við geymum um þig, og þú getur farið fram á breytingar eða eyðingu þeirra ef þú vilt, nema ef lagalegar og bókhaldslegar ástæður koma í veg fyrir Það. Ef þú vilt nýta réttinn þinn eða hefur einhverjar spurningar um hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar, hafðu þá samband við okkur í gegnum viðeigandi tengiliðaupplýsingar.
Við tökum persónuupplýsingunum þínum mjög alvarlega og notum áreiðanlega öryggisráðstafanir til að vernda þær gegn óheimilum aðgangi, breytingum eða birtingu. Allar greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslugátt Rapyd sem uppfyllir allar viðurkenndar staðla og kröfur.
8. Lögmæti
Þessir skilmálar eru háðir íslenskum lögum og skulu vera í samræmi við þau. Rísi dómsmál um ágreiningu milli aðila í tengslum við skilmálana skal það mál vera rekið fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.
9. Uppruni vara
Við í SHAY tryggjum að allar vörur sem við seljum séu löglega framleiddar og koma frá virtum heildsölum hérlendis og erlendis, við styðjum ekki gráan markað eða ólöglegar vörur. Við tryggjum að öll snyrtivörumerkin sem við bjóðum upp á séu vottuð og uppfyllir íslensk lög varðandi öryggi og gæði.
Við erum alvarlega meðvituð um mikilvægi þess að veita viðskiptavinum okkar aðeins vörur sem uppfylla hæsta gæðastaðla, bæði varðandi öryggi og áreiðanleika. Ef þú hefur einhverjar spurningar um uppruna vöru eða vilt fá nánari upplýsingar um það, er þú velkomin(n) að hafa samband við okkur.
Hafa Samband
Ef þú hefur einhverjar spurningar, athugasemdir, ábendingar eða þarft aðstoð, sendu okkur línu á shay@shayverslun.is. Við svörum öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.
👉 Einnig er hægt að senda okkur fyrirspurnir á Facebook eða Instagram: @shayverslun
✨ Takk fyrir að velja SHAY