Aquasource Cica Nutri er ríkulegt og rakagefandi dagkrem fyrir þurra húð. Aquasource Cica Nutri gefur húðinni samstundis raka í allt að 48 klst. Kremið inniheldur Centella Asiatica sem er þekkt fyrir róandi og sefandi eiginleika auk lykilinnihaldsefnis , Life Plankton probiotic af náttúrulegum uppruna. Kremið gefur þægilega tilfinningu, mýkri húð og endurbættan náttúrulegan ljóma. Aquasource Cica Nutri hefur ríkulega og þægilega kremáferð sem smýgur hratt niður í húðina og gerir hana silkimjúka. Umhverfisvænar umbúðir vörunnar samanstanda af 100% endurunnu og endurvinnanlegu plastloki, 40% endurunninni og endurvinnanlegri glerkrukku og öskju án sellófans.