Biotherm Pink Drop húðvörusettið er rakagefandi og nærandi húðvörusettt sem gefur húðinni ljóma og mýkt. Settið inniheldur: Biosource Softening Foaming Cleanser (50 ml), Aquasource Hydra Barrier Cream (15 ml), Lait Corporel L’Original body lotion (50 ml) og Deo Pure svitalyktareyði (roll-on 75 ml).
Biosource Softening Foaming Cleanser er mildur freyðandi hreinsir sem hreinsar húðina vel án þess að þurrka hana. Hentar öllum húðgerðum og skilur húðina eftir mjúka, hreina og ferska.
Aquasource Hydra Barrier Cream er nærandi dagkrem sem veitir allt að 48 klst. raka og hjálpar til við að styrkja varnarhjúp húðarinnar. Inniheldur ceramíða og Life Plankton sem endurnýjar húðina og bætir rakavarnir hennar. Húðin verður sterkari, heilbrigðari og ljómandi á aðeins einni klukkustund.
Lait Corporel L’Original body lotion er rakagefandi body lotion sem nærir og mýkir húðina. Inniheldur Biotech Plankton™, sítrusolíu og E-vítamín sem styrkja húðina og gefa henni mýkt og sléttleika. Létt áferð sem smýgur hratt inn og skilur húðina eftir silkimjúka og frísklega.
Deo Pure Roll-On er 48 stunda virkur svitalyktareyðir sem veitir hreina og mjúka tilfinningu, verndar húðina og skilur ekki eftir sig för á fötum. Létt og silkimjúk áferð sem hentar daglegri notkun.