BB Shot Mask er einnota grímumaski sem gefur húðinni samstundis fallegri áferð. Hann er byggður upp úr sléttum sellulósatrefjum sem tryggja að virk innihaldsefni maskans fari hratt inn í húðina og veiti samstundis virkni. Maskinn inniheldur m.a. hvítt ginseng sem er þekkt fyrir öfluga virkni gegn fínum línum og litaójöfnum í húð. BB Shot Mask skilar svipuðum árangri og serum en hann :
1. Þéttir húðina og gefur mikinn raka.
2. Sléttir áferð húðarinnar.
3. Gefur húðinni aukinn ljóma.
Um leið og maskinn er tekinn af sést að ójöfnur og litaójöfnuður í húðinni hefur minnkað. Húðin mýkist, verður þrýstnari og fær á sig fallega silkimjúka áferð.