Litaleiðréttandi dagkrem sem vinnur á móti gulum húðtón og dregur úr gráma. Inniheldur fjólublá litarefni sem aðlaga sig að litatón húðarinnar þegar kremið er borið á húðina. Hentar einstaklega vel fyrir líflausa húð.
Kóreska leiðin að fullkominni áferð húðarinnar liggur í hátækninni. Þessi margnota formúla inniheldur breytanleg litarefni sem aðlaga sig að náttúrulegum litatón húðarinnar og draga úr litaójöfnuð í húðinni.
CC Dull Correct er hægt að nota á marga vegu en það:
1. Inniheldur fjólublá litarefni og steinefna örperlur sem draga úr gráma í húðinni og lýsa upp líflausa húðtóna. Vinnur einnig á móti gulum tón í húð.
2. Jafnar áferð húðarinnar og aðlagast þínum húðtón.
3. Gefur þunna þekju og gefur húðinni meiri ljóma.
4. Veitir breiðvirka SPF 25 sólarvörn.
CC Dull Correct inniheldur meðal annars:
– Lakkrísrótarseyði (e. Licorice Root Extract) sem er þekkt fyrir að birta húðina og hefur sterka andoxandi virkni sem vinnur gegn sindurefnum í húðinni.
– Steinefna örperlur sem endurkasta ljósi og gefa húðinni einstaklega fallegan og heilbrigðan ljóma. –
Tígrisgrasaseyði (e. Centella Asiatice Extract) sem róar húðina og veitir henni mikinn raka.
CC Dull Correct formúlan er fjólublá á litinn en breytist og aðlagar sig að náttúrulegum húðlit þegar hún er borin á. Þessi litaleiðréttandi tækni dregur úr sýnileika á þreytumerkjum og vinnur gegn líflausri húð og gráma. Áferð húðarinnar verður sýnilega líflegri, fallegri og bjartari.
Prófað undir eftirliti húðlækna. Stíflar ekki húðholurnar.