Endurnærandi augnserum sem nærir augnsvæðið og verndar. Húðin verður mjúk, dökkir baugar minnka og augun virðast úthvíld og fersk.
YUZA SORBET EYE hressir og vekur upp augnsvæðið um leið og það nærir viðkvæmu húðina í kringum augun. Þetta gelkennda serum inniheldur öreindir af e-vítamíni sem búnar eru til úr náttúrulegum sellúlósa sem er einstaklega ríkur af andoxunarefnum. YUZA SORBET EYE dregst samstundis inn í húðina og verndar hana gegn umhverfisáreiti og þurrki í kringum augun. Húðin verður mjúk, dökkir baugar minnka og augun virðast úthvíld og fersk.
[Berðu á augnsvæðið á hverjum morgni og sjáðu hvernig augnsvæðið lifnar aftur við.] Prófað undir eftirliti augnlækna.
Virk innihaldsefni:
– Yuzu ávaxtaseyði (e. Yuzu fruit extract) : Rakagefandi og býr yfir andoxunarefnum. Inniheldur ceramid C24 sem er þekkt fyrir að styrkja rakastig húðarinnar.
– Lakkrísrótarseyði (e. Licorice root extract): Birtir og býr yfir andoxunarefnum.
– E-vítamín : Býr yfir andoxunarefnum
– Arginine : Inniheldur amínósýrur sem hjálpa til við að viðhalda náttúrulegu rakastigi húðarinnar og er þekkt fyrir rakagefandi eiginleika þess.