Idôle 3 Serum Supertint veitir þekju líkt og farði með allt að 24 stunda endingu. Áferðin er einstaklega létt og nærandi fyrir húðina og minnir á serum. Supertintint gefur húðinni samstundis frískleika og veitir allt að 24 stunda raka. Formúlan byggir á 87% húðvörugrunni, auðguð með níasínamíði og hýalúrónsýru sem veita rakagefandi tilfinningu og styrkir varnir húðarinnar. Varan fæst í 20 litum og er uppbyggjanleg frá léttri til miðlungs þekju. Formúlan er hönnuð til að vera einstaklega létt á húðinni, veita henni ljómandi áferð, langvarandi endingu og raka.