On Tour Petite Travel Spegill

5.890 kr Tilboð Save

Setja í körfu Komið í körfu

Vörulýsing
Stylpro On Tour Petit LED spegillinn er nettur og léttur ferðaspegill. Spegillinn kemur í fallegu bleiku hulstri sem verndar hann og er einnig notaður sem standur. Hægt er að nota spegilinn bæði lárétt og lóðrétt.
Spegillinn er með LED ljósum sem hefur þrjár mismunandi birtustillingar eftir hvað hentar hverju sinni.
Spegillinn er endurhlaðanlegur með USB-C.

Kostir

Auðveldur að ferðast með og léttur
Mismunandi ljósastillingar eftir hvað hentar hverju sinni
Hulstrið hjálpar til að vernda spegillinn frá rispum og hnjaski
Eiginleikar

LED ljósastillingar með þremur birtustigum (bjart, hlýtt og kalt)
Skipt er um ljósastillingar með að ýta á takkann á speglinum
Hulstrið er einnig standur fyrir spegilinn og hægt er að nota hann bæði lárétt og lóðrétt
Endurhlaðanlegur með USB-C snúru, ekki þarf rafhlöður
Hægt að snúa speglinum 360 gráður.

Leiðbeiningar
Hleðsla

1. Stingu USB-C hleðslusnúrunni sem fylgir með í USB tengið. Stingu svo hinum endanum í USB-C aflgjafa.
2. Ljósið verður rautt þegar spegillinn er að hlaða og grænt þegar hann er fullhlaðinn.
3. Hægt er að nota spegillinn á meðan hleðslu stendur.

Hvernig á að kveikja og slökkva ljósin:

1. Til að kveikja á ljósinu ýttu á on/off takkann framan á speglinum. Ef þú vilt breyta ljósastillingunum, skaltu ýta aftur á takkann. Þú getur valið um 3 mismunandi ljósastillingar.
2. Til að slökkva á ljósinu ýttu á on/off/ takkann og haltu honum í smástund þar til ljósið slökknar.

Inniheldur
1x On Tour Petit spegill
1x. USB-C hleðslusnúra
1x Leiðbeiningarbæklingur