Red & Infrared Thermal Brush

12.690 kr

Setja í körfu Komið í körfu

Stylpro- Red & Infrared Thermal Brush
Uppgötvaðu nýja leið til þess að stílisera hárið þitt með Stylpro rauðljósa hitaburstanum. Hannaður til þess að ná fram óaðfinnanlegu hári hvort sem það er að ná því sléttu eða fá krullur, allt eftir því sem þú sækist eftir. Burstinn rennur mjúklega í gegnum hárið og er þægilegur í notkun.
Rauðljósa hitaburstinn sameinar nútímatækni og tímalausa hönnun. Uppfærðu og einfaldaðu hárrútínuna þína með Stylpro rauðljósa hitaburstanum.

Notkunar- og umhirðuleiðbeiningar
Fyrir öryggi þitt og ánægju af notkun vörunnar, lestu leiðbeiningar vandlega áður en þú notar hana.
Tækið er eingöngu ætlað til einkanota, ekki í atvinnuskyni né í lækningarskyni. Leiðbeiningar
Við mælum með að nota hitaþolinn hanska við notkun. Hanskinn ætti að vera á þeirri hendi sem heldur ekki um skaft burstans, til að auka öryggi meðan á notkun stendur.


Notkunarleiðbeiningar:
1. Byrjaðu á því að greiða í gegnum hárið til að tryggja að það séu engar flækjur og best er að hárið sé alveg þurrt.
2. Dreifðu hitavörn jafnt yfir hárið áður en burstinn er notaður.
3. Tengdu viðeigandi rafmagnstengi (UK eða EU) við innstungu.
4. Haltu inni takkanum á burstanum til að kveikja á tækinu.
5. Ýttu einu sinni til að hækka hitastig. Byrjaðu alltaf á lægsta hita.
6. Leyfðu tækinu að ná æskilegu hitastigi.
7. Skiptu hárinu í parta, byrjaðu við rót og dragðu burstann varlega niður að endum hársins. Ekki setja burstann beint á hársvörðinn.
8. Notaðu hársprey eða þá vöru sem þú kýst fyrir meiri hald þegar þú ert búin að nota tækið.
9. Slökktu á tækinu með því að halda inni rofanum. Láttu kólna áður en þú pakkar því niður.
Þrif:
1. Gakktu úr skugga um að slökkt sé á tækinu og búið sé að taka það úr sambandi áður en það er þrifið. Leyfðu því að kólna að fullu.
2. Fjarlægðu varlega hár sem hafa fests í burstunum með fingrum eða lítilli greiðu. Farðu varlega svo burstinn skemmist ekki.

"Inniheldur:
• 1x STYLPRO Red & Infrared Thermal Brush
• 1x Hitaþolinn hanski
• 1x UK til EU tengiUpplýsingar:
Stærð: 60mm (L) x 60mm (B) x 310mm (H)
Snúrulengd: 2,5 metrar
Efni: PET, PC, PA46 burstar, ál, PVC snúra" "Eiginleikar
• 142 LED ljós (58x innrarauð, 84x rauðljós)
• Rauð & infrarauð LED ljós: 655nm & 850nm
• Extra löng 2,5 metra snúra
• Slekkur á sér sjálfkrafa eftir 30 mínútur
• Kveikir sjálfkrafa á síðustu stillingu sem var notuð
• Stillanlegt hitastig: 160°C – 200°C
• Stafrænn hitamælir
• 45mm / 1.77"" lengd hlutans sem hiti kemur á tækinu
• Úr Keramík

• Hárbursti sem stíliserar hárið með hita
• Sléttir hárið
• Tekur “Frizz“
• Gæði
• Dregur fram glansinn í hárinu
• Hitameðferð fyrir hárið
• „Blow out“ bursti
• Býður uppá fjölbreyttar hárgreiðslu
• Hentar öllum hárgerðum
• Þægilegt í notkun
• Létt og meðfærilegt
• Virkar í bæði UK & EU" "Aðvaranir
Aðvörun – Brunahætta! Hitahlutinn og svæðið beint fyrir ofan og neðan getur orðið mjög heitt. Ekki snerta! Varastu að snerta háls, hendur, húð eða föt með heita hluta burstans. Gakktu úr skugga um að slökkt sé á tækinu áður en þú leggur það frá þér. Leggðu það alltaf á hitaþolið yfirborð. Ekki skilja tækið eftir í gangi án eftirlits.
Ekki horfa beint í burstann meðan hann er í notkun – LED ljósin eru mjög björt. Ekki nota með efni í hárinu eða á höndum. Við mælum með að nota hitaþolinn hanska. Hanskinn á að vera á þeirri hendi sem ekki heldur á tækinu.
"

Hægt að sækja í verslun á Brúarstræti 4

Usually ready in 1 hour