LEIÐBEININGAR
HLEÐSLA:
Settu USB-C snúruna (fylgir með) í tengið neðst á fjarstýringunni. Tengdu við USB-C kubb og í rafmagn. Rafhlaða sýnir hleðsluferli.
Fjarstýringin er óvirk á meðan á hleðslu stendur. Til að virkja hraðhleðslu, notaðu að lágmarki 3A hleðslukubb.
FYRIR NOTKUN:
Gerðu prufu með því að setja grímuna á framhandlegginn í 5 mínútur. Ef húðin sýnir engin viðbrögð innan 10 mínútna eftir prófið, er öruggt að halda áfram.
SAMSETNING:
LED gríman kemur samsett fyrir andlitsstillinguna. Ef augnpúðar eða ólar losna, fylgdu þessum skrefum til að setja allt rétt saman:
Losaðu smellurnar á hliðum grímunnar.
Settu augnpúðana í augngötin. Sjáðu merkingar „R“ fyrir hægra auga og „L“ fyrir vinstra auga.
Þegar augnpúðarnir eru á réttum stað, smelltu þeim í efri festinguna á grímunni. Gakktu úr skugga um að þeir sitji fastir.
Þræddu ólarnar í efri ólagötin og festu þær með frönskum rennilás að utanverðu á grímunni.
HVERNIG Á AÐ NOTA
Andlit:
Gakktu úr skugga um að ólarnar séu festar og augnpúðarnir vandlega fastir í götin fyrir augun.
Stilltu stærð grímunnar með smellunum. Byrjaðu á efri smellunni og niður eftir því hvernig þú vilt hafa hana.
Settu grímuna á andlitið og festu ólarnar um höfuðið.
Haltu inni afl-/stillingarhnappnum til að kveikja á grímunni.
Gakktu úr skugga um að andlitsstillingin (face mode) sé valin með því að ýta stutt á afl-/stillingarhnappinn þar til andlitstáknið birtist á skjánum.
Veldu stillingu með því að ýta á „Mode“-hnappinn. Sjáðu lýsingu á stillingum hér að neðan.
Njóttu 10–15 mínútna meðferðar.
Til að slökkva áður en tíminn er búinn, haltu inni afl-/stillingarhnappnum.
Háls, bringa og bak:
Losaðu smellurnar og fjarlægðu augnpúðana, en hafðu ólarnar áfram fastar.
Framhlið->háls og bringa: Settu grímuna á bringuna og festu ólarnar aftan við hálsinn þannig að gríman hvíli á viðbeinum og bringu.
Bakhluti háls og efra bak: Settu grímuna á efri bakhlutann og festu ólarnar framan við hálsinn þannig að hún hvíli á hálsinum og efri bakinu. Gott ráð: Leyfðu ólunum að liggja undir hálsinum fyrir meiri þægindi.
Haltu inni afl-/stillingarhnappnum til að kveikja á grímunni.
Gakktu úr skugga um að hálsstillingin (Neck) sé valin með því að ýta stutt á afl-/stillingarhnappinn þar til hálsmerkið (Neck) birtist.
Veldu stillingu með því að ýta á „Mode“-hnappinn. Sjáðu lýsingu hér að neðan.
Njóttu 12 mínútna meðferðar.
Til að slökkva áður en tíminn er búinn, haltu inni afl-/stillingarhnappnum.
Hár:
Losaðu smellurnar og fjarlægðu augnpúðana, en hafðu ólarnar áfram festar.
Festu smellurnar í hárfestingarnar efst á grímunni svo hún myndi kúpt „hvolf“.
Snúðu grímunni á hvolf þannig að minna Stylpro merkið sé nú rétt upp.
Settu grímuna á höfuðið og festu ólarnar aftan við höfuð eða háls. Gakktu úr skugga um að hún nái yfir hárlínuna að framan.
Haltu inni afl-/stillingarhnappnum til að kveikja.
Gakktu úr skugga um að hárstillingin (hair) sé valin með því að ýta stutt á afl-/stillingarhnappinn þar til hártáknið birtist.
Njóttu 15 mínútna meðferðar.
Til að slökkva áður en tíminn er búinn, haltu inni afl-/stillingarhnappnum.
STILLINGAR (MODES)
Andlit:
Mode 1 – Anti-Ageing (12 mínútur): Rauð (633nm) og nær-innfrarauð (830nm) ljós örva kollagenframleiðslu og stuðla að unglegra útliti.
Mode 2 – Target Flare (15 mínútur): Róar erta húð með 5 mínútna nær-innfrarauðu ljósi og síðan 10 mínútna samblandi af nær-innfrarauðu (830nm) og bláu (415nm) ljósi.
Mode 3 – Target Active (12 mínútur): Blátt (415nm) ljós hjálpar til við að fyrirbyggja bólur, meðan nær-innrautt (830nm) ljósið róar og hvetur endurnýjun húðarinnar.
Mode 4 – Target Maintain (10 mínútur): Skiptist á rauðu (633nm), bláu (415nm) og nær-innfrarauðu (830nm) ljósi á T svæðinu.
Mode 5 – Recovery (15 mínútur): Nær-innfrarautt ljós (830nm) eykur endurnýjun húðarinnar með smávægilegu rauðu ljósi til að sýna að tækið er að vinna á húðinni.
Mode 6 – Balance (15 mínútur): Sameinar rauð (633nm), blá (415nm) og nær-innfrarauð (830nm) ljós í tveimur lotum sem jafna húðina og vinna bæði gegn öldrun og bólum.
Háls, bringa og bak:
Mode 1 – Neck Anti-Ageing (12 mínútur): Rauð (633nm) og nær-innrauð (830nm). Húðin í kringum hálsinn og efri bringu getur náð betri endurnýjun með því að nota Neck Anti-Ageing stillinguna og einnig örvar það bæði kollagen og heilbrigði húðar.
Mode 2 – Neck Target (12 mínútur): Blátt (415nm) og nær-innrauð (830nm) ljós hjálpar til við að draga úr bólumyndun og bakteríum sem valda meðal annars acne/bólum á hálsi, bringu og baki. Hálsstillingin (neck mode) er notuð með því að setja grímuna í kringum hálsinn eða leggja hana á bringu og axlir.
Mode 3 – Neck Recovery (12 mínútur): Nær-innfrarautt (830nm) og lágur styrkur af rauðu LED ljósi (633nm). Endurnýjun á húðinni á hálsinum stillingin (Neck recovery mode) er hægt að nota bæði á hál, bringu og bak.
Mode 4 – Neck Balance (12 mínútur): Þessi stilling samanstendur af rauðu (633nm), bláu (415nm og nær-infrarauður (633nm) ljósum. Sumir eiga það til að fá bólur en eru einnig að leitast eftir minnkandi öldrunareinkennum. Stillingin “Neck Balance” samanstendur af jafnvægi milli háls, baks og bringu.
Hár:
Mode 1 – Hair Care (15 mínútur): Sambland af rauðu ljósi (655nm og 633nm) til að hámarka virknina. Rauða ljósið hjálpar til að örva hársvörðinn og stuðlar að heilbrigðara hári.
HREINSUN:
Þurrkaðu yfirborð grímunnar sem hefur snert húð eða hár með sótthreinsandi þurrku eftir hverja notkun.